Færsluflokkur: Matur og drykkur
14.2.2008 | 22:11
Enn ein athugasemd vegna reykingabannsins.
7.12.2007 | 00:26
Er neytendastofa að klúðra málinu?
16.10.2007 | 22:09
Er reykingabann á veitingahúsum að ganga upp?
13.9.2007 | 17:57
Færeysk matarmenning
4.9.2007 | 21:37
Hlutirnir endurtaka sig í veitingabransanum.
Á einum mánuði er búið að selja flest veitingahús og skemmtistaði í miðbænum. Fyrirtækið 101 heild sem átti Viktor, Sólon, Silfur, Thorvaldssen, Sjávarkjallarann og Tapas barinn fyrir fjórum mánuðum síðan er ekki einu sinni til í dag. Logi og Niels sem áttu Olíver, 22, Q-Bar og veislusal ásamt öðrum aðilum seldu allt á einu bretti fyrir tæplega mánuði síðan. Núna eru nýjir "kóngar" að reka helstu staðina. Ekki er langt síðan Þórarinn og Þórður voru helstu mennirnir og á undan þeim var Herluf Clausen og Valur Magg, og ekki er langt siðan Óli Laufdal var alls ráðandi með Broadway, Hollywood og Hótel Ísland! Skondið að sjá að á fimm til sjö ára fresti verður alltaf "bylting" í veitinga og skemmtihúsa bransanum og þá spretta nýjir kóngar upp til að taka við af þeim gömlu.
29.8.2007 | 17:35
Má ekki hæla veitingahúsum sem lækkuðu verðið?
21.8.2007 | 21:11
Menningar nótt og ýmislegt annað.
Þá er menningarnótt liðin og í hún er í raun síðasti merkilegi atburður sumarsins að mínu mati. Ég hef alltaf verið að vinna niðri í miðbæ síðan menningarnótt var fyrst haldin, og undanfarin ár hefur verið vitlaust að gera. Árið í ár var engin undantekning, stútfullt á Einari Ben og mikil gleði, en mun meira var af útlendingum og minna af eldri íslendingum (40 ára og eldri) en hefur verið í gegnum árin. Gaman var að fylgjast með gæslunni sem var mjög öflug, alltaf 10 til 15 manna hópar sem er mjög gott, og sjaldan hef ég verið eins öruggur að fara heim úr vinnunni kl:03 á laugardagsnótt og þá.
Ég er að búa til nýjan dálk á smakkarinn.is, þar sem fjallað verður um hágæða sterkt vín en ég á erfitt með að finna eitthvert flott nafn fyrir dálkinn. Ef einhver lumar á góðri hugmynd að nafni þá endilega látið mig vita.
Ég er að fara í sjö daga vinnutörn, svo það á ekki eftir að heyrast mikið í mér á næstunni.
16.8.2007 | 20:53
Argentína Steikhús ennþá glæsilegt!
Ég fór á Argentínu á miðvikudaginn í tilefni 15 ára brúðkaupsafmælis míns og betri helmingsins, og satt að segja er þetta að mínu mati ennþá með þeim bestu ef ekki besta veitingahús landsins (Einar Ben ekki talið með:)). Á meðan svo mörg önnur hágæða veitingahús hafa lent í einhverri lægð einhvern tíma hefur Argentína alltaf verið stöðugt. Meira að segja þó Óskar og Ingvar sé báðir farnir fyrir nokkru síðan virðist það ekki skipta máli, og mat og vínseðillinn sýndi að þar er fólk vel með á nótunum og fylgist vel með hvað er að gerast í heiminum. það eru fáir sem hafa sýnt svona frábæra þjónustu og afbragðs góðan mat í nær 20 ár! Til starfsfólks Argentínu, takk fyrir mig!!
12.8.2007 | 22:22
Sumarfríið er búið!
Jæja þá er sumarfríið búið og vinnan byrjar aftur á morgun (er að vinna næstu 3 helgar). Ég smakkaði mörg góð vín í fríinu en ekkert sem verður vín mánaðarins, ekki vegna þess þau eru ekki nógu góð heldur vegna þess að þau fást ekki í Á.T.V.R.
Vínklúbburinn fer aftur í gang í september en verður á Einar Ben. Ástæðan fyrir því er vegna þess að þá get ég haldið fundi í vinnunni og þarf ekki að nota eitt af mínum fáu frí kvöldum frá fjölskyldunni.
Ég sá á Decanter.com að einn af mínum uppáhalds vínframleiðandi Grant Burge er með vín vikunnar. Ég sagði að ég hef góðan smekk:) kíktu á þetta hérna fyrir neðan!
Wines of the week
RED WINE of the week
Grant Burge, Hillcot Merlot, Barossa Valley 2004 Little needs to be said about Barossan stalwart Grant Burge, and this Merlot of great finesse and fantastic value merely augments his reputation. There's a touch of tobacco leaf on the vibrant nose while the palate bursts with ripe fruit and just a hint of bottle development. A long finish completes the picture. Drink up to 2010. £9.99 everywine.co.uk,
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)