13.9.2007 | 17:57
Færeysk matarmenning
Jæja þá er ég nýkomin heim eftir helgarferð til Vestmannaeyja og svo beint í tveggja daga ferð til Færeyja. Ég verð að segja að Þórshöfn í Færeyjum minnti mig svolítið á Akureyri nema hvað það var talað annað tungumál! Hótel Hafnia leit nákvæmlega eins út og hótel Kea í kringum 1985. Meira að segja var ferðin frá flugvellinum til Þórshafnar eins og að keyra í gegnum hálendið! Farið var á tvö veitingahús, Toskana og Gourmet. Þó Toskana nafnið gefi til kynna að þetta er ítalskur staður þá var ítalskur matur í minnihluta. En það verður að segjast eins og er að maturinn á Toskana var frábær, forrétturinn var bragðmiklar kóngarækjur og aðalrétturinn var piparsteik eins og hún gerist best. Þjónustan var ekki mjög fagleg en stelpan var svo kurteis, einlæg og dugleg að ófagmennskan var fyrirgefin um leið. Okkur var sagt að Gourmet væri besti staðurinn í bænum. Þó maturinn væri ágætur (smakkað var 5 rétta seðill) verð ég að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum, umhverfið, maturinn og þjónustan hafði ekkert á Toskana, en samt var það tvisvar sinnum dýrara!!!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.