Er reykingabann á veitingahúsum að ganga upp?

Núna þeger farið er að kólna í veðri, reynir all svakalega á reykingabannið.  Eftir kl:24:00 á föstudögum og laugardögum þegar fólk er búið að fá sér nokkur glös, hefur verið ansi erfitt að fá það út að reykja, sérstaklega í rigningu. Það er allt reynt, t.d. að fela sígarettuna undir borði eða farið í klósettið og reykt.  Ef þú labbar niður í bæ um helgar, sést nánast engin úti að reykja þó svo að skemmtistaðirnir séu stút fullir, er það ekki skrýtið?  Ég hætti að reykja fyrir löngu síðan, nema hvað ég fæ mér vindil öðru hvoru eftir góða máltíð, en ég er tilbúin að fórna því fyrir ferskt loft í vinnunni fyrir mig og mitt starfsfólk. Ég er ekki að saka veitingastaði eða skemmtistaði um að svindla á lögunum, en ég verð að spyrja, er reykingabannið að verða eins og gemsa bannið (bannað að keyra og tala í gemsa án handfrjáls búnaðar), sem sagt lög sem allir vita um en margir hunsa?  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband